Umfjöllun um leitina að tungumálaforðanum
Í tilefni af alþjóðaviku móðurmálsins var fjallað um leitina að tungumálaforða í skólum landsins í kvöldfréttum á RÚV. Nemendur í Hlíðaskóla og kennari þeirra voru heimsótt, athyglinni beint að öllum þeim tungumálum sem töluð eru á Íslandi og áhersla lögð á mikilvægi þess fyrir tvítyngd börn að fá tækirfæri til að viðhalda móðurmáli sínu og að það njóti virðingar.