Alþjóðadagur Móðurmálsins 2021 – Leitin að tungumálaforða barna og unglinga á Íslandi

Í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021 fór af stað verkefnið og könnunin „Íslandskort – leitin að tungumálaforðanum 2021“.
Hugmyndin er að kortleggja öll tungumál töluð af börnum í leik- og grunnskólum landsins til þess að vekja jákvæða umræðu um tungumál og fjöltyngi í barna- og unglingahópum. Tilgangurinn er einnig að ýta undir veruleika þar sem börn og ungmenni finna að það að tjá sig á fleiri tungumálum en á íslensku getur aukið lífsgæði og tilfinningalíf þeirra og að þau finni fyrir stolti yfir að hafa fleiri en eitt tungumál á valdi sínu. Sjá nánar um 2021-verkefnið á vefnum www.modurmal.com.

Scroll To Top