Verkefnið, Mobilen i sprogundervinsingen, er sett á laggirnar á Tungumálatorgi fyrir styrk frá Den nordiske sprogkampagne í samvinnu við Tungumálaver, Félag dönskukennara, Félag norsku- og sænskukennara, Else Brink Nielsen fyrrverandi rejselærer og kennarana Sigríði og Heimi í Grunnskólanum í Hveragerði.
Efnið sem birt er á síðunni er bæði á íslensku og dönsku og miðar að því að nemendur fái tækifæri til samskipta á tungumálinu í „raunverulegum“ aðstæðum utan kennslustofunnar með því að nýta farsíma og rafræna miðla til að senda og taka við smáskilaboðum og munnlegum skilaboðum á öðru tungumáli.
Efnið er fyrst og fremst ætlað kennurum og hefur það að markmiði að kynna námsaðstæður þar sem nemendur og kennari eru aðskildir og nemendur þjálfist í verklagi samvinnunáms við úrlausn verkefna sem krefjast skipulags og viðbragða á vettvangi.
Efni
- Organisering: Lýst þrenns konar skipulagi samvinnunáms sem yfirfæra má á verkefni með farsíma.
- Else Brink Nielsen, rejselærer 2010-2011: Fyrirlestur og fjórar aðgengilegar hugmyndir að notkun farsíma í kennslu tungumála sem krefjast mismikils undirbúnings af hálfu kennara.
- Sigríður Sigurðardóttir og Heimir Eyvindarson, kennarar við Grunnskólann í Hveragerði: Fyrirlestur, upplýsingar um skipulag, framkvæmd, inntak með dæmum úr þeirra eigin kennslu.
- Námskeið um notkun farsíma í tungumálakennslu var haldið 23. nóvember 2011 í samvinnu við Félag dönskukennara og Félag norsku- og sænskukennara. Þátttakendur á námskeiðinu lögðu margar hugmyndir í púkkið um útfærslur og inntak – og eru þær birtar á viðeigandi stöðum.
- Evaluering þar er safnað saman hugmyndum og upplýsingum um hvernig standa megi að mati í svona verkefnum.
- IT og medie geymir helstu upplýsingar um tæknileg atriði sem huga þarf að þegar kennsla með farsímum er skipulögð.
- Konferencen er svæði þar sem kennarar geta sent inn fyrirspurnir og velt upp og skipst á reynslu og hugmyndum um notkun farsíma í kennslu. Sigríður og Heimir munu standa þá vakt og vera til ráðuneytis þeim sem vilja prófa sig áfram með “mobiler” í kennslunni.
Fra kurset i november.
Projektet i medierne