Forsetningar

Hér er stutt myndbrot úr forsetningagöngu sem krakkarnir fóru í. Það verkefni vinna þau í þriggja til fjögurra manna hópum. Þau fá blað með forsetningum og þurfa að velja sér x margar forsetningar til að vinna með. Síðan fara þau af stað, helst út (ef veður leyfir) og taka myndir af sér við hinar ýmsu aðstæður. Þau þurfa að lýsa aðstæðunum í myndböndunum sem þau taka upp á símana – og í hverri setningu þurfa þau að nota a.m.k. eina forsetningu. T.d. Nu står Albert under træet, Nu står Albert mellem Karen og Bjarni. Snart skal de alle gå over vejen, til de andre. O.s.frv.

Hver hópur á sína möppu, sem notuð er í öllum farsímaverkefnum. Þannig getum við haft mismunandi þung verkefni fyrir hvern hóp – eftir getu einstaklinganna innan hópsins. Þeir bestu þurfa bæði að beita fyrir sig fleiri forsetningum – og gera lengri setningar. Aðrir þurfa kannski bara að segja jeg går til Karen, eða eitthvað þess háttar.

Við höfum þann háttinn á að í hverri viku er eitthvað þema. Þema síðustu þriggja vikna hefur t.d. verið forsetningar. Fyrr í vetur vorum við með lýsingarorðaþema og þá sendum við krakkana í svipað verkefni, sem við kölluðum lýsingarorðalabb. O.s.frv…….

.

.

[next]