Nánari lýsing.
Stundataflan okkar er þannig uppbyggð að við kennum 8., 9. og 10.bekk. Það eru 2 bekkir í hverjum árgangi. Einu sinni í viku eru þeir eru í dönsku á sama tíma. Fyrsta veturinn fórum við kannski aðeins offari – þetta var svo gaman 🙂 – þannig að við vorum með einhver sameiginleg verkefni í hverri viku. Núna er það aðeins misjafnt, hefur sjálfsagt ekki verið nema aðra hverja viku hjá einhverjum bekkjum það sem af er vetri.
Verkefnin/opgaverne
Orðflokkagöngur – Spadserture og ordklasser
- Forsetningaganga/ at spadsere med præpositioner
- Lýsingarorðalabb/på jagt efter adjektiver
Ratleikur
Plúsar og mínusar
Þótt þetta brölt okkar sé langt frá því að vera hnökralaust þá finnst okkur þetta hafa gengið ótrúlega vel. Krakkarnir hafa upp til hópa mjög gaman að þessu og þau vinna undantekningarlítið vel saman – og aðstoða hvert annað ef þarf. Sem er mikilvægt.
Það er hægt að einstaklingsmiða námið töluvert með þessum hætti. Ef vel tekst til með skipulagið þá geta allir fengið verkefni við hæfi. Það er einn stærsti kosturinn við þetta.
Stóri plúsinn
Við erum svo heppin að í skólanum starfar margt fólk sem talar reiprennandi dönsku. Hér eru 5 útlærðir dönskukennarar og þar að auki 4 sem hafa búið í Danmörku. Að auki eru nokkrir til viðbótar sem tala ljómandi góða skandinavísku. Ef við sendum krakkana til þess að taka viðtöl þá erum við alltaf búin að tala við starfsfólkið sem við ætlum að “bögga” deginum áður – og ganga úr skugga um að það sé tilbúið – og hafi lausa stund.
Matið
Það sem við brenndum okkur aðeins á s.l. vetur var að vera ekki nógu dugleg að gefa krökkunum einkunnir/umsagnir fyrir vinnuna. Þau fengu bara endurgjöf hér og þar yfir önnina, eftir því hversu mikill tími var til umráða.
Í upphafi skólaársins gáfum við út að við myndum meta verkefni hópanna í hvert skipti sem við skiptum hópunum upp.
Við erum t.d. nýbúin að skipta upp hópum í öllum bekkjum og erum búin að tilkynna 3 efstu sætin í hverjum árgangi, auk þess sem frammistaðan í hópavinnunni kemur til einkunnar hjá hverjum og einum í miðannarmati sem við erum einmitt að leggja lokahönd á í þessari viku.
.
.
[next]