Hver kennslustund er 40 mínútur og krakkarnir eru orðnir svo vanir vinnunni að það tekur lítinn tíma að koma sér af stað.
Hver hópur fær eina möppu.
- Í möppunni eru c.a. 5 verkefni sem þau leysa upp á gamla mátann (með blýanti J.
- Þau eru hugsuð sem uppfyllingarefni þannig að enginn þurfa að sitja aðgerðarlaus og bíða fyrirmæla í sms skilaboðum.
- Hóparnir yfirleitt 5-6 sms, mismunandi erfið – og stundum 1-2 símtöl.
- Aftast í síðasta sms-inu stendur svo stórum stöfum ATH. SÍÐASTA ÞRAUTIN Í DAG þannig að þegar þau eru búin að leysa hana þá koma þau sér inn í stofu og byrja að skila okkur verkefnunum – með bluetooth.
- Meðan einhver einn úr hópnum skilar verkefnunum halda hinir áfram að leysa verkefnin sem eru í möppunum.
- Með þessu fyrirkomulagi þarf enginn að sitja aðgerðalaus – þótt sumir geri það nú samt stundum:-).