- Það skiptir miklu að undirbúningur okkar sé góður.
- Að við séum búin að raða nemendum saman í hópa.
- Miða við 4 í hóp.
- Mikilvægt að hópar séu ekki of stórir og að kennarar ákveði sjálfir hvernig hóparnir eru skipaðir.
- Raða verkefnunum í möppurnar þeirra þannig að hver hópur fái verkefni við hæfi.
- Mjög misjafnt eftir verkefnum hversu mikið er hægt að getuskipta í hópana.
- Hver hópur á eina möppu sem öll farsímaverkefni fara í.
- Við skiptum síðan hópunum upp 3-4 sinnum á vetri.
- Mikilvægt er að virkja alla.
- Setjum það t.d. sem skilyrði þegar talþrautir eru teknar upp á símana, að hópmeðlimir skiptist á.
- Hver meðlimur má ekki leysa fleiri en eina talþraut.
Flókin verkefni/ný verkefni
- Ef farið er í flókin/nýja gerð verkefna er nauðsynlegt að fara aðeins yfir þau í lok kennslustundar daginn áður, þannig að sem minnstur tími fari “til spillis” þegar á hólminn er komið.
- Alla leiðbeiningar þurfa að vera skýrar
- Nemendur þurfa að hafa með sér bjargir, t.d. orðabók eða orðalista (t.d. með forsetningum þegar farið er í forsetningagöngu).