Norðurljós

„Unge i Norden har sværere og sværere ved at forstå hinandens sprog, trods øget aktivitet på tværs af grænserne.“

(Nordisk Ministerråd/www.norden.org/april 2010)

Árið 2011 hleypti Norræna ráðherranefndin af stokkunum nýju verkefni til þess að blása lífi í kennslu norrænna tungumála, þ.e. dönsku, norsku og sænsku, á Norðurlöndunum. Verkefni þetta snýr fyrst og fremst að börnum og ungmennum. Nordisk sprogkampagne. Átak til að efla norræna málvitund og málskilning barna og ungmenna. Því er ætlað að styðja við Yfirlýsingu um norræna málstefnu.

Eitt af markmiðum hennar er að „allir Norðurlandabúar geti átt samskipti sín á milli, helst á norrænu tungumáli.“ Norræn málstefna byggir á þeirri skoðun að tungumál sem notuð eru í samfélaginu séu lifandi og eigi að vera það áfram og að samstarf Norðurlanda eigi áfram að fara fram á skandinavískum málum, þ.e. dönsku, norsku og sænsku.

Norræn tungumálastefna byggist á því að allir Norðurlandabúar eigi rétt á:

  • að læra eitt tungumál sem notað sé í samfélaginu
  • að læra að skilja og þekkja eitt skandinavískt tungumál og öðlast skilning á öðrum skandinavískum málum til þess að geta tekið þátt í norrænu málsamfélagi
  • að læra alþjóðatungumál í þeim tilgangi að geta tekið þátt í því að þróa samfélagið
  • að standa vörð um að efla sitt eigið móðurmál og minnihlutamál í landi sínu

Málstefna Norðurlanda á því að miða að eftirfarandi:

  • að allir Norðurlandabúar geti lesið og skrifað það eða þau tungumál sem nýtt eru í samfélaginu sem þau búa í
  • að allir Norðurlandabúar hafi undirstöðuþekkingu á tungumálaréttindum og stöðu tungumála á Norðurlöndunum
  • að allir Norðurlandabúar kunni að minnsta kosti eitt alþjóðatungumál mjög vel og annað erlent tungumál vel
  • að allir Norðurlandabúar hafi almenna þekkingu á því hvað tungumálið sé og hver áhrif þess séu.

Af vef Menntamálaráðuneytisins