PALS námskeið á næsta skólaári

Í haust verða hin vinsælu PALS (Peer-Assisted Learning Strategies) lestrarnámskeið í boði á þriðjudögum eftir kl. 13:30 á vettvangi skólanna sjálfra.

Verkefnið hefur verið styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 2012-2013 og því fá fyrstu fjórir skólarnir til að hafa samband við undirritaða, til að tryggja sér slíkt námskeið, það niðurgreitt um það sem nemur kr. 50.000.

Kostnaður skóla vegna PALS námskeiða er:

  • Ferðir kennara til og frá skóla, ef við á.
  • Uppihald á meðan á dvöl stendur, ef við á.
  • Greiðsla fyrir kennslu: kr. 100.000.
  • Greiðsla fyrir námskeiðsgögn og eintak af handbók sem þátttakendur fá til eignar: kr. 2000. Samtals kr. 50.000 fyrir 25 eintök.
  • Heildarkostnaður námskeiðs fyrir 25 þátttakendur án kostnaðar vegna ferða og uppihalds er kr. 150.000.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að PALS lestrarnálgunin ber skjótan og varanlegan árangur og að hún tengist vel allri annarri lestrarkennslu. Hér á landi hefur PALS nálgunin verið innleidd í leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ og kennarar í 17 grunnskólum til viðbótar hafa fengið þjálfun í aðferðinni.

PALS handbækur og námskeiðsgögn fyrir kennara nemenda í 2. – 6. bekk eru tilbúin og því er boðið upp á námskeið fyrir kennara sem kenna þessum bekkjardeildum. Sumir skólar nota PALS reyndar líka með nemendum í 7. bekk.

PALS lestrarefni fyrir leikskólakennara og kennara sem kenna 1. bekk og PALS stærðfræðiefni eru í vinnslu.

Hægt er að kenna samtímis 25-30 kennurum PALS nálgunina í u.þ.b. þrjár og hálfa klukkustund. Þátttakendum er síðan bent á að skrá sig á PALS facebook síðu hópsins, en þar skiptast kennarar á skoðunum og hafa stuðning hvor af öðrum.

Nánari upplýsingar um PALS eru í þessu í þessu PDF-skjali og hér á vefnum.

Hulda Karen Daníelsdóttir
Verkefnastjóri

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.