Námskeið í K-PALS læsi fyrir leikskólakennara, kennara sem kenna 1. bekk og þá sem kenna ólæsum fullorðnum að lesa

Dagur: mánudagurinn 29. október 2018
Tími: 13.30-17.00
Staður: Safnaðarheimili Háteigskirkju sjá kort

Kennarar: Heiðveig Andrésdóttir og Kristín Svanhildur Ólafsdóttir

Þátttökugjald15.800 Innifalið er kennsla, handbók, námskeiðsgögn og veitingar.

ATHUGIÐ AÐ MEÐ SKRÁNINGU FELST SKULDBINDING UM AÐ GREIÐA ÞÁTTTÖKUGJALDIÐ – FORFÖLL VERÐUR AÐ TILKYNNA MEÐ FORMLEGUM HÆTTI ÁÐUR EN NÁMSKEIÐIÐ HEFST! 

Ekki er ætlast til að þátttakendur yfirgefi námskeiðið fyrr en að því loknu og þeir mæta með eigin skriffæri.

Námskeiðið verður haldið ef a.m.k. 20 skrá sig.
SKRÁNING HÉR

Nánari upplýsingar um PALS eru hér: http://tungumalatorg.is/sisl/

Almennt um PALS:
PALS aðferðin var þróuð af hjónunum Doug og Lynn Fuchs, sem bæði gegna prófessorsstöðum við Peabody College í Vanderbilt University í Tennesseefylki í Bandaríkjunum. Markmiðið með PALS er að gefa kennurum kost á að þjálfa samtímis hóp af nemendum í stafaþekkingu, lestri eða stærðfræði með jafningjamiðlaðri nálgun (félagakennslu). PALS nálgunin virkar mjög vel samhliða annars konar lestrar- og stærðfræðiaðferðum sem notaðar eru í almennri kennslu og í sérkennslu. Rannsóknir á PALS aðferðinni í lestri og stærðfræði hafa staðfest að flestir nemendur, hvort sem þeir eru afburðanemendur, í meðallagi eða slakir, sýna meiri framfarir en þeir sem ekki fá PALS þjálfun. Það sama gildir um nemendur sem glíma við námsörðugleika. Upplýsingar um rannsóknir á PALS má nálgast hér:http://kc.vanderbilt.edu/pals/research.html

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.