Millimenningarfræðsla
Hulda Karen kennsluráðgjafi hefur haldið millimenningarsmiðjur í fjölmörgum skólum og stofnunum.
- Umsagnir kennara um millimenningarsmiðjur (PDF-skjal)
Risabækur og samlestur
Sýnikennsla í lestri risabóka með yngri nemendum er hagnýt leið til að þjálfa nemendur í góðum lestrarleiðum.
Með eldri nemendum er hægt að vinna á sambærilegan hátt með viðeigandi risabókum fyrir þennan aldurshóp eða með lestri texta sem varpað er með skjá- eða myndvarpa á vegg.
Nemendur sjá textann og heyra um leið hvernig bera eigi fram hljóð og hvaða leiðir kennarinn notar til að lesa og skilja textann. Stundum les kennarinn einn og nemendur fylgjast með og stundum lesa nemendur og kennari textann saman í kór.
Nánari upplýsingar um samlestur er að finna á glærunum og á myndbandi sem er á íslensku og verður von bráðar sett inn á síðuna. Einnig eru upplýsingar á ensku á myndböndum á vefslóðunum hér fyrir neðan. Vefslóðirnar eru líka á glærunum.
- Samlestur og risabækur – Glærur Lilju Jóhannsdóttur
- Teacher Moderation Shared Reading – myndband
- SharedReading – myndbönd
- Eworkshop.on.ca – myndbönd o.fl.
- Parents guide to shared reading 1 – myndband
Auðvelt er að nálgast viðbótarupplýsingar með því að googla: Shared Reading eða Big Books.
Fleira hagnýtt um risabækur
Í vetur sem leið stundaði Nína Dau nám í áfanganum MEN224F Kennslufræði íslensku sem annars máls (leik-, grunn- og framhaldsskóli). Í áfanganum unnu nemendur mörg spennandi verkefni. Eitt þeirra tengdist risabókum og samlestri og eru upplýsingar um verkefni Nínu á glærunum hér fyrir neðan. Nína er í M.a. námi í sérkennslufræðum. Hún er aðstoðarleikskólastjóri í leikskólum Vesturbyggðar.
Kynning á TPR (Total Physical Response
Á sumarnámskeiði Ísbrúar í ágúst 2010, kynnti Einar Trausti Óskarsson, spænskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, TPR kennsluðaferðina. Einar hefur góðfúslega gefið okkur leyfi til að birta fyrirlestur sinn hér á SÍSL vefnum.
Fræðin