Skrif

PALS í leikskóla

Gerður Pálsdóttir, þroskaþjálfi og sérkennslustjóri í Leikskólanum Huldubergi skrifaði
ritgerðina: Innleiðing PALS kennsluaðferðarinnar í leikskólanum Huldubergi á
námskeiðinu Kenningar og rannsóknir um skóla án aðgreiningar sem hún tók við
Uppeldis- og menntunarfræðideild Menntasvísindasviðs Háskóla Íslands. Kennarar
Gerðar voru Dóra Bjarnason og Hermína Gunnþórsdóttir. Gerður hefur góðfúslega leyft
okkur að birta ritgerðina á SÍSL vefnum.


Úttekt á SÍSL verkefninu

Þær Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Ölduselsskóla og Guðrún Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Seljaskóla gerðu í vetur úttekt á SÍSL verkefninu. Þær voru í stjórnunarnámi, Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands og í áfanganum Þróunarstarf og mat var þeim gert að skoða þróunarverkefni og varð SÍSL verkefnið fyrir valinu.


Kynning á Öskudagsráðstefnu 2010

SÍSL verkefnið var kynnt á Öskudagsráðstefnu grunnskólanna í Reykjavík.