Stuttar PALS æfingar-lesið til fróðleiks

Nú er hægt að nálgast Stuttar PALS æfingar á læsta svæðinu okkar. Tilgangurinn með æfingunum er að þjálfa nemendur í að nota PALS við lestur á staðreyndum eða upplýsingum.

 

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Stuttar PALS æfingar-lesið til fróðleiks

Námskeið í PALS

Í lok febrúar 2012 höfðu kennarar nítján grunnskóla setið námskeið í PALS (Peer-Assisted Learning Strategies) lestrarnálguninni. Skólarnir sem um ræðir eru Höfðaskóli á Skagaströnd, Húnavallaskóli, Myllubakka- og Holtaskóli í Reykjanesbæ, Áslands-, Öldutúns- og Setbergsskóli í Hafnarfirði, Austurbæjar-, Háteigs-, Norðlinga-, Ingunnar- og Dalskóli í Reykjavík, Grunnskóli Grindavíkur, grunnskólarnir í Gundarfirði, Stykkishólmi og Snæfellsbæ og Lágafells- og Varmárskóli í Mosfellsbæ auk kennara flestra leikskóla í Mosfellsbæ. Sjá myndir frá PALS námskeiðum

Lesa meira

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Námskeið í PALS

Samskipti um PALS á netinu

Nú er búið að stofna Facebook hóp sem heitir PALS kennarar. Þeir sem setið hafa PALS námskeið eiga nú kost á að tjá sig um reynslu sína af PALS og hafa samskipti við aðra PALS kennara. Skráið ykkur endilega í hópinn.

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Samskipti um PALS á netinu

PALS (e. Peer-Assisted Learning Strategies) stendur fyrir PÖR AÐ LÆRA SAMAN

Margir þeirra sem sátu námskeið í PALS lestri í fyrrahaust hafa brotið um það heilann hvað skammstöfunin PALS geti staðið fyrir á íslensku. Á ensku stendur hún fyrir Peer-Assisted Learning Strategies. Í Grandaskóla var nálgunin kölluð FÉLAS eða Félagar Læra saman og Aðstoða hver annan, til þess nota þeir ákveðið Skipulag og í Ölduselsskóla var nálgunin kölluð Palla-lestur.

Á stuttu upprifjunarnámskeiði um PALS sem haldið var í Lágafellsskóla 28. apríl sl., stakk Sigrún Huld Auðunardóttir, sem er með umsjón með sérkennslu 8.-10. bekkjar, upp á að PALS gæti staðið fyrir Pör Að Læra Saman. Þetta er frábær hugmynd og á Sigrún Huld skilið hrós og þakkir fyrir að koma með lausnina.

Fréttir | Slökkt á athugasemdum við PALS (e. Peer-Assisted Learning Strategies) stendur fyrir PÖR AÐ LÆRA SAMAN

Úttekt á SÍSL verkefninu

Þær Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Ölduselsskóla og Guðrún Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Seljaskóla gerðu í vetur úttekt á SÍSL verkefninu. Þær voru í stjórnunarnámi, Stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands og í áfanganum Þróunarstarf og  mat var þeim gert að skoða þróunarverkefni og varð SÍSL verkefnið fyrir valinu.

Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Úttekt á SÍSL verkefninu

Kynning á Öskudagsráðstefnu

SÍSL verkefnið var kynnt á Öskudagsráðstefnu grunnskólanna í Reykjavík.

Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Kynning á Öskudagsráðstefnu

Nýtt efni komið á vefinn

Mikið af nýju efni er nú komið inn á SÍSL vefinn.

  • Inn á efnisvefinn eru t.d. komnar upplýsingar um risabækur og samlestur.
  • Einnig eru margar nýjar færslur komnar undir PALS og 6+1 Trait.

Námskeið í haust

Námskeið í PALS og 6+1 Trait

  • Dagskrá: Þjálfun í Mosfellsbæ 21., 22., og 23. september.
  • Dagskrá: Þjálfun á Akranesi 28., 29., 30. september og 1. október.

Bandarískir og íslenskir sérfæðingar sjá um þjálfunina.

Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Nýtt efni komið á vefinn