Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og menntamálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning verði veitt á Uppskeruhátíð Evrópuáætlana í nóvember 2013.
Umsóknarfrestur um Evrópumerkið er til 1. september nk. Umsóknum er skilað rafrænt til Rannís hér:
Eftirfarandi þemu verða sett í forgang árið 2013
1.Tækninýjungar í tungumálakennslu og tungumálanámi
2. Fjöltyngi í skólastofunni
Sjá nánari lýsingu á forgangsatriðunum á heimasíðu Evrópumerkisins.
Forgangssviðin eru ekki bindandi
Nánari upplýsingar um Evrópumerkið ásamt yfirliti yfir íslensk verkefni sem hafa áður hlotið viðurkenningu má finna hér
Nánari upplýsingar gefur Sigríður Vala Vignisdóttir, Rannís, sími 515 5843