Tungumál á torgi

Tungumálatorgið er vettvangur í stöðugri mótun.  Í upphafi eru á vefnum 16 vefsvæði um 8 tungumál.

Ýmsir íslenskuvefir eru á torginu. Íslenska sem annað mál tengist námi og kennslu á öllum skólastigum og íslenska fyrir útlendinga fullorðinsfræðslu. Íslenska erlendis á torginu er fyrir kennslu íslenskra barna erlendis.
Námsvefi eins og Viltu læra íslensku? er einnig að finna á torginu og mun þeim fjölga á næstu mánuðum.

Norræn málÁ vefjum dönsku, ensku, norsku og sænsku á Tungumálatorgi eru dæmi um fjölbreytta kennsluhætti og margvíslegt efni sem þróað hefur verið með góðum árangri af kennurum um land allt.

Pólski vefurinn á Tungumálatorginu hefur að geyma upplýsingaefni um skóla- og tómstundastarf á Íslandi.

Vefjum spænsku og ítölsku á torginu er sérstaklega ætlað að styðja við móðurmálsnám barna.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.