Gleðilegt ár!

Tungumálatorgið verður kynnt með eftirfarandi hætti í janúar og febrúar.

Hjá Félagi dönskukennara
Dagný Reynisdóttir, Else Brink Nielsen og Hanne Kjær Rasmussen, farkennarar og Peter Raagaard, udsendt lektor, munu kynna efni sem þau hafa lagt Tungumálatorginu til.

  • Fimmtudagur 27. janúar. Kl. 15—17
  • Í stofu H 205 á Menntavísindasviði


Á ráðstefnu Menntasviðs Reykjavíkur um fjölmenningarlega kennsluhætti

Auk kynningar á Tungumálatorgi verður Hulda Karen Daníelsdóttir með erindi um kennsluhætti í fjölmenningarlegu umhverfi og Nína Magnúsdóttir mun gera grein fyrir niðurstöðum meistaraprófsrannsóknar sinnar.

  • Fimmtudagur 3. febrúar. Kl. 14:00
  • Í Austurbæjarskóla
Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.