Þriðjudaginn 12. apríl flytur Ida M. Semey, spænskukennari í MH erindi á vegum RANNUM og 3f. Erindið nefnist:
Nýting upplýsingatækni til samskipta í tungumálanámi og -kennslu:
Möguleikar og vandamál.
Ida mun fjalla um reynslu sína af notkun upplýsingatækni til samskipta í
spænskukennslu og hvernig má nýta fjölbreytta samskiptamöguleika í
tungumálanámi. Fjallað verður um kennslufræði, skipulag og tækni og tekin
nokkur dæmi þegar notuð eru samskiptaverkfæri s.s. Skype, Facebook og
GoogleDocs. Einnig verða skoðuð vandamál sem geta komið upp og hvernig hægt
er að bregðast við þeim.
Menntavísindasvið HÍ við Stakkahlíð.
Stofa E205, 12.apríl kl. 12-13
Einnig er hægt að taka þátt með Connect Pro