Björk, Gunnar Ingi og Hildur hafa stundað kennslufræðinám í vetur og kynnst þar ýmsum leiðum til að virkja nemendur, efla sjálfstæði þeirra og leiða þá áfram í námi sínu. Þau vilja hvetja nemendur sína til sjálfstæðis í námi og aukinnar námsvitundar. Það að nemendur viti af hverju þeir eru að læra skiptir sköpum þegar kemur að því að virkja þá í námi. Þau hafa öll bakgrunn í erlendum tungumálum, tvö í ensku og eitt í norsku. Þau langaði að skoða hugmyndir um notkun Facebook í kennslu, galla þess og kosti. Og hér er afraksturinn!
- Snjáldurskruddan og aðrir miðlar í tungumálanámi
Inngangur að kennslufræði – Lokaverkefni vorið 2011
Björk Erlendsdóttir, Gunnar Ingi Sveinsson og Hildur Friðriksdóttir