Nýtt námsefni á torginu

Íslenska fyrir allaÍslenska fyrir alla 1-4 er námsefni fyrir fullorðna námsmenn sem læra íslensku sem annað eða erlent mál.

Grunnbækurnar eru fjórar en auk þeirra fylgja efninu kennsluleiðbeiningar, hljóðefni og viðbótarefni.

Viðfangsefni eru fjölbreytt og tengjast íslensku samfélagi og daglegu lífi.  Áhersla er lögð á alla færniþætti tungumálanáms: skilning (lestur og hlustun), talmál og ritun.

Námsefnið var unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og styrkt af Mennta- og menningarmála-ráðuneytinu.

Höfundar efnis eru Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir og höfundur mynda er Böðvar Leós.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.