Ráðstefnan um opið menntaefni er ætluð kennurum, námsefnishöfundum, útgefendum og áhugafólki sem vill kynna sér hvað opið menntaefni er. Hugmyndafræði opins menntaefnis verður kynnt og rætt um kosti þess og galla. Staðan á Íslandi verður skoðuð og rætt um hvaða áhrif aukið framboð á opnu menntaefni hefur og hvernig við sjáum fyrir okkur þróun slíks efnis hér á landi.
Í myndbandskynningu á ráðstefnunni verður fjallað um margvíslegt opið efni á Tungumálatorginu, dæmi tekin af völdu efni úr efnisbönkum, farið yfir hvernig efni hefur verið endurunnið og torgið nýtt í starfþróun kennara. Sagt verður frá því hvernig hugmyndafræði Creative Commons hefur verið nýtt í þessu samhengi og miðlað til notenda torgsins.
Haldin 21. nóvember 2011 í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi.