Tungumálatorg heldur námskeið um notkun farsíma í tungumálakennslu í samvinnu við Félag dönskukennara og Félag norsku- og sænskukennara 23. nóvember, n.k.
Else Brink Nielsen farkennari 2010/2011 kynnir ýmis konar skipulag (samvinnunám) og inntak sem hentar í kennslu með farsíma og kennarar fá tækifæri til að kynnast því á eigin skinni. Byggt verður á reynslu þeirra Siggu og Heimis í Hveragerði um tæki, tól og skipulag. Námskeiðinu, sem styrkt er af Den nordiske sprogkampagne, verður fylgt eftir á Tungumálatorginu.