Niðurstöður í norrænu verkefni

Brúnni, samskiptaverkefni nemenda á Norðurlöndum 2011 lauk formlega nú í desember.

Aðalatriði Brúar-verkefnisins, sem er eitt af verkefnum Tungumálatorgsins, var að nemendur tækju þátt í samskiptum á netinu, ynnu lokaverkefni og hefðu gaman af. Einnig voru veitt verðlaun fyrir nokkur lokaverkefni og öllum nemendum sem skiluðu verkefnum voru send viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna.

Dómnefnd verkefnisins áttu úr vöndu að ráða enda voru lokaverkefnin fjölbreytt og áhugaverð. Sem dæmi má nefna að fjölmörg myndbönd voru unnin og jafnframt voru notuð verkfæri eins og Glogster, Pixton, Stixy, Power Point, Open Office, Word og Youtube við vinnslu lokaverkefnanna.

Þróunarsjóður Námsgagna og Norræna tungumálaverkefnið (Nordisk Sprogkampagne) styrktu verkefnið.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.