Þemalýsingunum á vefnum Norden er ætlað að draga fram það sameiginlega í norrænni menningararfleifð og sýna fram á hve nátengt líf á Norðurlöndum er.
Áhersla er lögð á tungumálin og skyldleika þeirra í verkefnum sem tengjast menningarþáttum sem sameiginlegar eru norrænu þjóðunum.
Tungumálunum er stillt upp hlið við hlið og hægt er að lesa sama textann á íslensku, dönsku, norsku, sænsku og færeysku, bera þá saman, geta sér til og hafa gaman af því að geta lesið mörg tungumál.