Sumarnámskeið Ísbrúar 2012

Kennarinn, tæknin og verkfærin!
16. og 17. ágúst 2012

Ísbrú heldur níunda sumarnámskeið sitt fyrir kennara á öllum skólastigum sem kenna nemendum með íslensku sem annað tungumál.

Athygli þátttakenda verður beint að verkfærum sem tengjast samskiptum, skapandi verkefnavinnu, hljóð- og myndvinnslu, miðlun efnis, höfundarrétti o.fl.

Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í:

  • að þekkja forrit sem nemendur geta notað sér til stuðnings í námi
  • að nota fjölbreytt tölvuforrit og nýja tækni í kennslu íslensku sem annars tungumáls, bæði sem hluta af bekkjarkennslu og í einstaklingsmiðuðu námi
  • að kenna nemendum á forritin
  • að kynnast fjölbreyttu námsefni
  • að nýta mismunandi nálganir í kennslu
  • að nýta möguleika á fjölbreyttu námsmati

Kennarar:

  • Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Tungumálatorgs
  • Renata Emilsson Pesková, enskukennari í Hlíðaskóla
  • Selma Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími-símenntun
  • Bryndís Indíana Stefánsdóttir, kennari í Giljaskóla

Tími: Fim. 16. og fös. 17. ágúst 2012, frá kl. 9:00 til 16:00 báða dagana.
Staður: Í húsnæði Mímis-símenntunar, Ofanleiti 2 á 3. Hæð, 103 Reykjavík.
Kostnaður: Námskeiðið er félagsmönnum Ísbrúar að kostnaðarlausu.
Aðrir greiða 3.000 kr. þátttökugjald. Kaffiveitingar eru innifaldar.
Leggist inn á reikning: 513-26-1772, kt. 660499-2969.
(Vinsamlegast setjið nafn þátttakanda í skýringu).
Athygli er vakin á að kennarar geta sótt um ferðastyrk til síns fagfélags, sjá lista
Umsóknarfrestur: Til 20. júní 2012.
Nánari upplýsingar: selma@mimir.is, hulda.karen.danielsdottir@reykjavik.is


Rafræn skráning


Vinsamlegast dreifið þessari auglýsingu sem víðast og prentið jafnvel út og gerið sýnilega á ykkar vinnustað.

Eitt af markmiðum Ísbrúar er að efla símenntun félagsmanna
með fjölbreyttum námskeiðum sem styrkja fagvitund þeirra og samkennd.

Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara, Endurmenntunarsjóður grunnskóla og Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkja sumarnámskeið Ísbrúar 2012.

Verið velkomin!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.