Í tilefni af evrópska tungumáladeginum stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi, með stuðningi Nordplus-tungumálaáætlunarinnar.
Dagskrá:
- Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál, setur málþingið.
- Afhending Evrópumerkisins (European Label)
- Sigrún Ólafsdóttir verkefnisstjóri, Rannsóknamiðstöð Íslands: „Nordplus tungumálaáætlunin.“
- Brynhildur Ásgeirsdóttir, formaður Linguae – Félags tungumálanema við Háskóla Íslands.
- Alma Ágústsdóttir, enskunemi við Háskóla Íslands: „Enskukunnátta.“
Hádegishlé, léttar veitingar.
- Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð: „Af sjónarhóli skólastjórnenda.“
- Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík: „Staða erlendra tungumála í Kvennaskólanum eftir styttingu náms til stúdentsprófs.“
- Anna Margrét Bjarnadóttir, dönskukennari og fagstjóri í Víðistaðaskóla: „Viðhorf gagnvart tungumálakennslu.“
Fundarstjóri er Petrína Rós Karlsdóttir, formaður STÍL.
Málþingið fer fram í fyrirlestrasal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (á bak við Norræna húsið).