Evrópumerkið 2015

evropumerkid_2014Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti hlýtur Evrópumerkið í tungumálum (European Language Lable) árið 2015. Viðurkenningin verður veitt á Evrópska tungumáladeginum hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur laugardaginn 26. september.

Velkomin verkefnið er samskiptatæki bæði til að kenna íslensku sem annað tungumál og til að auðvelda skólum móttöku, aðlögun og samskipti við erlenda nemendur og foreldra þeirra. Efnið er margvíslegt og skiptist í þrettán flokka á sex tungumálum. Verkefnið byggir á margvíslegri opinberri stefnumótun og styður við fjölmenningarlegt skólastarf. Nýbreytnin felst einkum í því að strax við komuna til Íslands geta nemendur sem ekki eiga íslensku að móðurmáli og foreldrar þeirra haft auðveldari samskipti við skólasamfélagið gegnum samskiptatækni sem verkefnið býður upp á.


Evrópumerkið er gæðaviðurkenning Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins á framúrskarandi tungumálaverkefnum.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.