Greinasafn eftir: Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir

Norðurljósin

Nordlys-verkefnið er nýtt á Tungumálatorginu. Verkefnið er sett fram á dönsku og íslensku og hugsað fyrir netsamvinnu nemenda í 2 – 3 löndum. Því er ætlað að efla ritun, málvitund og orðaforða og standa vonir til að verkefnið vekji athygli … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Norðurljósin

Námskrá í erlendum tungumálum

Vinnustofa um námskrá grunnskóla í erlendum tungumálum verður haldin 9. febrúar, kl. 13:30—16:00, í Menntamálaráðuneytinu.

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Námskrá í erlendum tungumálum

SignWiki

SignWiki Ísland er tilraunaverkefni á vegum Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH). Á vefnum er veittur aðgangur að íslenskri táknmálsorðabók, kennsluefni, æfingum og fræðsluefni. Notendur geta einnig lagt til efni og tákn og breytt og bætt það sem aðrir hafa gert. … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við SignWiki

Nýr vefur – tékkneska

Vefurinn Tékkneska fyrir börn á Íslandi er nýr vefur á Tungumálatorgi. Á vefnum má meðal annars sjá þegar hópur barna af tékkneskum uppruna hittist í fyrsta skipti á leikskólanum Kvistaborg. Fróðlegt getur verið að skoða vefinn með aðstoð þýðingarvélar.

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Nýr vefur – tékkneska

Þróun, nýjungar og endurmenntun

Þátttakendum á Tungumálatorginu er bent á eftirfarandi styrkjamöguleika: Sprotasjóður – Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 2012 Endurmenntunarsjóður grunnskóla – Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2012

Birt í Forsíðufréttir, styrkir, Uncategorized @de | Slökkt á athugasemdum við Þróun, nýjungar og endurmenntun

Norden – nýr vefur á torgi

Þemalýsingunum á vefnum Norden er ætlað að draga fram það sameiginlega í norrænni menningararfleifð og sýna fram á hve nátengt líf á Norðurlöndum er. Áhersla er lögð á tungumálin og skyldleika þeirra í verkefnum sem tengjast menningarþáttum sem sameiginlegar eru … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Norden – nýr vefur á torgi

Gleðilegt ár!

Þátttakendum, stuðningsaðilum og öllum notendum Tungumálatorgsins er þakkað fyrir liðið ár og óskað farsældar á árinu 2012. Síðasta ár á Tungumálatorginu einkenndist af aukinni umferð, fleiri notendum, nýjum vefjum, margvíslegum verkefnum, nýju námsefni, styrkari stoðum og frábæru starfssamfélagi! Fram undan … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Gleðilegt ár!

Niðurstöður í norrænu verkefni

Brúnni, samskiptaverkefni nemenda á Norðurlöndum 2011 lauk formlega nú í desember. Aðalatriði Brúar-verkefnisins, sem er eitt af verkefnum Tungumálatorgsins, var að nemendur tækju þátt í samskiptum á netinu, ynnu lokaverkefni og hefðu gaman af. Einnig voru veitt verðlaun fyrir nokkur … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Niðurstöður í norrænu verkefni

Bókaþátturinn „Lestu“

Steinunn Jónsdóttir, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla í Reykjavík, heldur úti bókaþættinum „Lestu“ þar sem hún ræðir við helstu rithöfunda og skáld um nýútkomnar bækur sem henta börnum og unglinum.

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Bókaþátturinn „Lestu“

Jóladagatal 2011

Líkt og í fyrra er nú birt jóladagatal á Tungumálatorginu. Þetta árið er lögð áhersla á norræn tungumál og mun nýr gluggi opnast á hverjum degi fram á jóladag. Skoða jóladagatal 2011

Birt í Forsíðufréttir | Ein athugasemd