Greinasafn fyrir flokkinn: Forsíðufréttir

Niðurstöður í norrænu verkefni

Brúnni, samskiptaverkefni nemenda á Norðurlöndum 2011 lauk formlega nú í desember. Aðalatriði Brúar-verkefnisins, sem er eitt af verkefnum Tungumálatorgsins, var að nemendur tækju þátt í samskiptum á netinu, ynnu lokaverkefni og hefðu gaman af. Einnig voru veitt verðlaun fyrir nokkur … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Niðurstöður í norrænu verkefni

Bókaþátturinn „Lestu“

Steinunn Jónsdóttir, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla í Reykjavík, heldur úti bókaþættinum „Lestu“ þar sem hún ræðir við helstu rithöfunda og skáld um nýútkomnar bækur sem henta börnum og unglinum.

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Bókaþátturinn „Lestu“

Jóladagatal 2011

Líkt og í fyrra er nú birt jóladagatal á Tungumálatorginu. Þetta árið er lögð áhersla á norræn tungumál og mun nýr gluggi opnast á hverjum degi fram á jóladag. Skoða jóladagatal 2011

Birt í Forsíðufréttir | Ein athugasemd

Jólahringekja

Á vef Dagnýjar Reynisdóttur, dönskukennara í Engjaskóla, er að finna fjölbreyttar hugmyndir fyrir jólahringekju.  Um er að ræða tillögur fyrir 15 stöðvar og sjálfsmat nemenda á dagbókarformi.  Áhersla er lögð á margvíslega notkun tungumálsins og eru verkefnin útfærð sem einstaklings-, … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Jólahringekja

Stoðir

Fjölmargir styrkir hafa í gegnum tíðina lagt grunn að Tungumálatorginu og tengdum verkefnum.  Bent er á tvo sjóði sem þátttakendur á torginu – með góðar verkefnahugmyndir – geta sótt í. Þróunarsjóður innflytjendamála – Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2011 Þróunarsjóður … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir, styrkir | Slökkt á athugasemdum við Stoðir

Mobilen i undervisningen

Tungumálatorg heldur námskeið um notkun farsíma í tungumálakennslu í samvinnu við Félag dönskukennara og Félag norsku- og sænskukennara 23. nóvember, n.k. Else Brink Nielsen farkennari 2010/2011 kynnir ýmis konar skipulag (samvinnunám) og inntak sem hentar í kennslu með farsíma og … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Mobilen i undervisningen

Kennslustofan

Í nýjasta fréttabréfi Tungumálavers er að vanda fjallað um fjölbreytta starfsemi og ýmis verkefni.  Bent er á að í Rejselærerens hjørne segir Sigrún Gestsdóttir dönskukennari í Langholtsskóla frá kennslustofunni sinni. Óskað er eftir myndum/ myndbandsbútum úr fleiri kennslustofum tungumálakennara og … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Kennslustofan

Dagur íslenskrar tungu 2011

Tungumálatorgið var formlega opnað á Degi íslenskrar tungu árið 2010 og fagnar því eins árs afmæli í dag.  Þeim fjölmörgu aðilum sem tekið hafa þátt í mótun torgsins er óskað til hamingju með daginn!

Birt í Forsíðufréttir | Ein athugasemd

ISLEX veforðabók

Íslenska-skandinavíska veforðabókin ISLEX verður formlega opnuð í Norræna húsinu á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Athöfnin fer fram í Norræna húsinu og hefst kl. 16 en þá flytur mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir ávarp og sendiherrar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar taka til … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við ISLEX veforðabók

Ráðstefna um opið menntaefni

Ráðstefnan um opið menntaefni er ætluð kennurum, námsefnishöfundum, útgefendum og áhugafólki sem vill kynna sér hvað opið menntaefni er.  Hugmyndafræði opins menntaefnis verður kynnt og rætt um kosti þess og galla. Staðan á Íslandi verður skoðuð og rætt um hvaða … Halda áfram að lesa

Birt í Forsíðufréttir | Slökkt á athugasemdum við Ráðstefna um opið menntaefni