Á meðan hlustað er
Það er mikilvægt að leggja mikla áherslu á hlustunarskilning í tungumálanámi. Því þurfa nemendur að hlusta oftar en einu sinni á sömu frásögnina/fréttina/samtalið/sönginn eftir að hafa unnið undirbúningsverkefni,
Allt snýst þetta um tungumálið sem ber frásögnina/fréttina/samtalið/sönginn áfram.
- hlustun: Það er óráðlegt að láta nemendur fá stór verkefni að leysa á þessu stigi. Þetta þurfa að vera einföld verkefni, eins og að merkja við myndir, raða þeim í rétta röð eða svara einni lykilspurningu í lok hlustunar. Svo má einnig sýna skilning með látbragði og viðbrögðum án orða.
- hlustun: Krefst meiri og nákvæmari skilnings á textanum. Ekki er talið ráðlegt að ætla nemendum að svara löngum spurningum úr texta sem þeir hlusta á. Betra er að halda sig við t.d. að merkja við 3– 4 orð sem þeir heyra, merkja við 2-3 setningar sem þeir heyra eða jafnvel teikna.
- hlustun: Verkefnið getur verið fólgið í að bera saman það sem þeir heyra í þriðja sinn við eigin svör úr hlustun tvö.
Það er mjög krefjandi að hlusta á erlent tungumál. Nemendur þurfa að fá andrúm á milli hlustana. Þetta andrúm má nota til að sessunautar beri saman svör sín. Einnig getur kennari gengið um og kannað hvernig gengur.