Evalueringsmetoder

På denne side finder du

Úr Aðalnámskrá, 2007, bls. 13

Nám, kennsla og námsmat tengist órjúfanlega. Grundvöllur námsmats eru markmið námsins og þarf það að ná til sem flestra þátta í náminu. Þá þarf að gæta þess að jafnvægi sé í mati á færniþáttum og að matið taki mið af eðli þeirra viðfangsefna sem nemendur hafa verið að fást við í námi sínu. Gæta skal þess að matsviðmið séu ávallt skýr.

Námsmat þarf að vera eins leiðbeinandi, hvetjandi og upplýsandi og kostur er. Með það í huga ætti að meta það sem nemendur geta gert og gera vel ekki síður en það sem þarf að bæta. Námsmat þarf að vera fjölbreytt og ætti að byggjast á sjálfsmati og jafningjamati samhliða mati kennarans. Ein lokaeinkunn byggð á öllum færniþáttum segir lítið. Gott er að sundurliða námsmatið þannig að nemandinn fái sem bestar upplýsingar um stöðu sína í einstökum þáttum. Þar til gerð matsblöð með matskvörðum þar sem kennari getur skrifað inn ábendingar geta gefið nemendum upplýsingar um hvar þeir eru sterkir og hvar þeir þurfa að bæta sig.