Verið velkomin á Pólsku ABC!

Link to publication

Polski ABC er efni fyrir þá sem vilja læra svolitla pólsku. Efnið er tengt nánasta umhverfi barna og unglinga: skólanum, leikvelli og frístundum, í bænum, heima og í vinnunni. Efnið er í þemum og öll þemun eru eins upp byggð: Hlustunartexti fylgir prentuðum texta, orðaforði, æfingar, málfræðiatriði og sjálfsmat. Efnið er ætlað til að auka skilning Íslendinga á máli og menningu Pólverja. Efnið hentar vel þar sem eru pólskir nemendur í skólanum.

Notaður er opinn hugbúnaður eins SoundCloud við upptöku á samtölum, Ipadio í málfræðikaflanum, Voki í sjálfsmatinu, Quia í æfingum til að þjálfa málvitund og efnið er birt á WordPress síðum Tungumálatorgs.

Efnið er unnið af Anna Krzanowska (Filinska), kennsluráðgjafa í Tungumálaveri; Marta Bartoszek og Emilia Mlynska sáu um íslenska þýðingu. Nemendur Önnu í 7. – 10. bekk aðstoðuðu við gerð hlustunarefnis.

Efnið var unnið fyrir styrk frá Innanríkisráðuneyti.

Birt í Strona główna | Slökkt á athugasemdum við Verið velkomin á Pólsku ABC!