Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun hefur frumkvæði að því að bjóða Etienne Wenger og Beverly Trayner til landsins í byrjun október. Þau halda sameiginlegan opinberan fyrirlestur 4.október kl. 11:05-12:05 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Erindið ber heitið: Social learning spaces in landscapes of practice.
Síðar um daginn er boðið upp á vinnustofur þar sem þátttakendum gefst kostur á að kynnast betur hugmyndum þeirra um notkun félagsmiðla (Trayner) og myndun starfssamfélaga (Wenger).
Erindið og vinnustofurnar eru hluti af ráðstefnu um upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu sem haldin er í samvinnu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, NVL (Nordic Network for Adult Education) og Menntavísindasviðs.
Tungumálatorgið byggir að miklu leyti á hugmyndafræði um starfssamfélög (e. Communities of Practice) og notkun félagsmiðla verður sífellt veigameiri þáttur í starfsemi tengdri torginu. Það er því afar ánægjulegt að fá þessa heimsþekktu sérfræðinga hingað til lands í byrjun október.