Á haustmisseri 2012 verður hið vinsæla Spuna-námskeið endurtekið á Tungumálatorginu. Athyglinni verður beint að verkfærum á neti sem tengjast samskiptum, skapandi verkefnavinnu, hljóð- og myndvinnslu, miðlun efnis, höfundarétti o.fl.
Námskeiðið fer fram með fjarnámssniði á tímabilinu 8. október – 2. desember 2012. Lögð er áhersla á að álag á þátttakendur verði ekki mikið og er verkefnavinnu stillt í hóf.
Áhugasamir kennarar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst og tryggja sér pláss á námskeiðinu.