Verkefnið Heimsins konur á Íslandi miðar að því að gera framlag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar og samfélags sýnilegt. Gefin verður út viðtalsbók, sett upp ljósmyndasýning og útbúinn vefur.
Fram til 26. apríl er hægt að tilnefna konur af erlendum uppruna sem hafa haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er nánasta umhverfi (svo sem á vinnustað, í tilteknum hópi eða nærumhverfi), eða í stærra samhengi.