Þann 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, er degi íslenskrar tungu fagnað.
Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land og hvetur mennta- og menningarmálaráðuneytið skóla og aðrar stofnanir til að huga að því að nota 16. nóvember, eða dagana þar í kring, til að setja íslenska tungu sérstaklega í öndvegi. Á upplýsingasíðu ráðuneytisins má nálgast yfirlit yfir viðburði á deginum 2013, hugmyndabanka og fleira efni. Dagur íslenskrar tungu á einnig síðu á samfélagsmiðlinum Facebook sem vert er að fylgjast með.