Skráning hafin á Spuna 2011

Myndir af völdum verkfærum

Á Netinu má finna fjöldann allan af hugbúnaði sem kemur að góðum notum í skólastarfi og hefur úrval af verkfærum sem nýtast vel við nám og kennslu tungumála aldrei verið meira.

Á vormisseri 2011 verður boðið upp á námskeið á Tungumálatorgi og verður athyglinni beint að verkfærum á neti sem tengjast samskiptum, skapandi verkefnavinnu, hljóð- og myndvinnslu, miðlun efnis, höfundarétti o.fl.

Námskeiðið hefst föstudaginn 4. mars og eru áhugasamir kennarar eru hvattir til að skrá sig sig sem fyrst til að tryggja sér pláss.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir, Námskeið. Bókamerkja beinan tengil.