Á Netinu má finna fjöldann allan af hugbúnaði sem kemur að góðum notum í skólastarfi og hefur úrval af verkfærum sem nýtast vel við nám og kennslu tungumála aldrei verið meira.
Á vormisseri 2011 verður boðið upp á námskeið á Tungumálatorgi og verður athyglinni beint að verkfærum á neti sem tengjast samskiptum, skapandi verkefnavinnu, hljóð- og myndvinnslu, miðlun efnis, höfundarétti o.fl.
Námskeiðið hefst föstudaginn 4. mars og eru áhugasamir kennarar eru hvattir til að skrá sig sig sem fyrst til að tryggja sér pláss.