Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum er sett út nýtt efni á Tungumálatorg fyrir skóla fjölmenningar.
Unnir hafa verið textar við leiðbeiningar til foreldra um Mentor á pólsku, litháísku, spænsku og víetnömsku.
Á hverju svæði eru einnig eyðublöð fyrir foreldra, sem unnin eru í samvinnu við skóla – og frístundasvið Reykjavíkur, til að óska eftir undanþágu frá skyldunámi í erlendu tungumáli og til að fá viðukenningu skóla á kunnáttu nemenda í eigin tungumáli sem hluta af skyldunámi.
Efnið er gert til að auðvelda foreldrum aðfluttra barna við að fóta sig í rafrænu umhverfi íslensks skóla, nálgast upplýsingar um börn sín og fylgjast með gengi þeirra og framförum.
Efnið er unnið fyrir styrk frá Innanríkisráðuneyti sem ætlaður er til mannréttindamála.
Tungumálatorg þakkar framlag þeirra Lolita Urboniene sem skrifar á litháísku, Lourdes Pérez Mateos á spænsku, Anh-Dao Tran á víetnömsku, auk Emilia Młinska sem ber ábyrgð á pólsku síðunni.