Norðurljósin

Nordlys-verkefnið er nýtt á Tungumálatorginu. Verkefnið er sett fram á dönsku og íslensku og hugsað fyrir netsamvinnu nemenda í 2 – 3 löndum. Því er ætlað að efla ritun, málvitund og orðaforða og standa vonir til að verkefnið vekji athygli nemenda á hve stór hluti undirstöðuorðaforða norrænu málanna er sameiginlegur.

Nordlys býður upp á margs konar samvinnumöguleika, t.d. milli nemenda á Íslandi og Færeyjum; Íslandi, Færeyjum og Vestur-Noregi, auk samvinnu milli nemenda í norsku, sænsku og dönsku. Með verkefninu er boðið upp á leið til að mæta ákvæðum í námskrám sem kveða á um að nemendur kynnist öðrum norrænum tungumálum, en þeirra eigin. En auðvitað má nota þessa aðferð í kennslu allra tungumála og í samskiptum nemenda.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.