Bókstafirnir meta betur hæfni

Samræmdu prófin prófuðu of takmarkaða þætti

Örviðtal Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur við Sigurjón Mýrdal, deildarstjóra í mennta- og menningarráðuneytinu, sem strýði gerð nýrrar aðalnámskrár í Morgunblaðinu 25. ágúst 2012.

„Það er lögð áhersla núna á að meta það sem nemendur geta gert, það er að segja hæfni þeirra,“ segir Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri í mennta- og menningarráðuneytirnu, sem á um gerð nýrrar aðalnámskrár leik-, grunn- og menntaskóla. „Hvernig nemendur geta unnið með það sem þeir vita og hvað nemendur skilja.

A-, B,-,C-, D-kerfið er aðeins notað við lokaeinkunn í grunnskóla. Þetta segir þá framhaldsskólnum til hvaða hæfni þau hafa aflað sér í grunnskólanum. Hugsunin með þessu er önnur, því prófin hingað til hafa verið of þekkingarmiðuð, aðeins kannað hverju þú getur svarað á prófi.“

Sigurjón segir að með þessu nýja kerfi og nýrri aðalnámskrá þurfi að leggja áherslu á miklu fjölbreyttara námsmat en hingað til hefur verið. Hann telur gömlu hefðbundnu skriflegu prófin, líkt og samræmduprófin hafi prófað of takmarkaða þætti af náminu. „ Nú er hins vegar ekki aðeins verið að prófa úr þekkingu heldur einnig að láta nemendur beita röksemdafærslu, rökfærslu og kanna hæfni nemenda til að leysa ákveðin viðfangefni og hvort þeir geti notað það sem þeir vita.“

Sigurjón segir að það hafi verið mikið rætt um hve langur skalinn ætti að vera. Ákveðið var að hafa skalann einfaldan, aðeins með fjórum bókstöfum.

„Prófin í grunnskólum eru ekki til að veita framhaldsskólunum upplýsingar. Heldur eru prófin fyrir nemendur og starfsfólk grunnskólans,“ segir Sigurjón þar sem fæstir framhaldsskólar á landinu taka inn nemendur eftir einkunnum.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.