Í tilefni Evrópska tungumáladagsins 26. september efnir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur til leiks á Facebook-síðu sinni þar sem almenningur getur unnið bækur og klippikort á kvikmyndahátíðina RIFF.
Leiknum er ætlað að hvetja fólk til að leiða hugann að erlendum tungumálum og rifja upp þekkingu sína á þeim. Tveimur myndskeiðum hefur verið dreift á netinu þar sem fólk er hvatt til þátttöku. Á öðru myndskeiðinu eiga þátttakendur að geta sér til um hvaða tungumál eru töluð en á hinu er spurt um uppáhaldsorð á erlendu tungumáli.
Klippikort á RIFF verða afhent heppnum þátttakendum 28. september og bókaverðlaun þann 1. október.
Frétt á heimasíðu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.
Umfjöllun í fjölmiðlum um viðburði dagsins: