Tungumál, tækni og tækifæri

 

 

 

Evrópski tungumáladagurinn

26. september í Hátíðasal Háskóla Íslands

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum efna Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur,  Samtök tungumálakennara á Íslandi og Máltæknisetrið til dagskrár miðvikudaginn 26. september klukkan 16.00-17.15.

Yfirskriftin er Tungumál, tækni og tækifæri og þar verður fjallað um hvernig ný þekking, tækni og leiðir geta nýst í þágu tungumálanáms og samskipta á erlendum tungumálum. Þá verður kynnt alþjóðleg skýrsla um framtíðarhorfur 30 Evrópumála í stafrænum heimi. Auk þess sem greint verður frá stöðu erlendra tungumála í nýrri námskrá grunnskóla.

Í dagskránni verða flutt sex erindi um ofangreind efni auk þess sem nemendur Fellaskóla munu ávarpa  dagskrána með kveðju frá sínum heimalöndum.

Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá.

Allir velkomnir.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.