Heimstorgið / La Plaza del Mundo

Heimstorgið er nýjung í aðalsafni Borgarbókasafns og er tilgangur þess að skapa vettvang fyrir menningar- og félagstengda viðburði. Einni sinni í mánuði, á laugardegi, stendur félögum innflytjenda til boða að nýta sér húsnæði safnsins og bjóða upp á dagskrá fyrir félaga sína og aðra.

Fyrsta félagið sem hefur valið að nýta sér þetta tækifæri er „Hola – Félag spænskumælandi á Íslandi“ og mun félagið standa fyrir opnum umræðum laugardaginn 20. október kl. 14-16 á 6. hæð í aðalsafni, Tryggvagötu 15.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.