Fáðu „já“ á mörgum tungumálum

Á vef menntamálaráðuneytisins er að finna eftirfarandi frétt:

„Stuttmyndina „Fáðu já“ er nú hægt að fá með textum á sjö tungumálum: Dönsku, ensku, filippínó (tagalog), pólsku, spænsku, tælensku og íslensku fyrir heyrnardaufa, á vef myndarinnar.

Aðstandendum vitundarvakningar um kynferðislega misnotkun gagnvart börnum er umhugað um að unglingar af erlendum uppruna og foreldrar þeirra, sem og heyrnarskertir Íslendingar, fái aðgang að myndinni og geti tileinkað sér boðskap hennar og því hefur hún verið textuð á sex erlend tungumál og á íslensku.“

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.