Vorblað Málfríðar 2013

Komið er út vorblað Málfríðar – tímarits Samtaka tungumálakennara. 

Þema blaðsins er tungumálaferðir og nemendaskipti. Blaðið inniheldur safn greina, frá grunnskólum og framhaldsskólum og sýnir víddina í möguleikum alþjóðasamskipta sem skólum og nemendum standa til boða.

Efnið í blaðinu gefur hugmynd um hvernig hægt er að standa að þessu samstarfi og hvað fæst út úr því: aukinn skilningur á högum annarra, meiri vitund um eigin menningu og annarra og tækifæri til að viðra það tungumál sem lagt er stund á innan kennslustofunnar í raunverulegum samskiptum.  

Tungumálaferðir og nemendaskipti gera gagnsemi tungumálsins sýnilega og tilgang kennslunnar augljósan.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.