Nám í erlendum tungumálum í grunnskólum og framhaldsskólum 2011-2012
Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur um nemendur í grunn- og framhaldsskólum sem lærðu erlend tungumál skólaárið 2011-2012. Tölurnar eru birtar í tilefni af degi tungumála í Evrópu 26. september.
Meðal niðurstaðna má nefna að spænskunemar í grunnskólum hafa aldrei verið fleiri en hlutfall framhaldsskólanema sem læra spænsku fellur í fyrsta sinn í gagnasöfnun Hagstofunnar. Sjá frétt.