Menntun móðurmálskennara

Samtökin Móðurmál urðu til árið 1993 að frumkvæði foreldra, en voru stofnuð formlega árið 2001. Tilgangur samtakanna er að skapa vettvang fyrir móðurmálskennslu og umræðu um tvítyngi, styðja við móðurmálskennara, fræða samfélagið um móðurmálskennslu, og ekki síst að hvetja foreldra til að gefa börnum sínum tækifæri til að kynnast báðum (öllum) móðurmálum.

Í dag og á morgun sækja um 60 manns úr 14 tungumálahópum endurmenntunarnámskeið sem haldið er á vegum samtakanna.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.