Evrópski tungumáladagurinn 26. september

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi, efnir til hátíðadagskrár í tilefni Evrópska tungumáladagsins þann 26. september nk.

Hátíðadagskráin fer fram í Bratta, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð, undir yfirskriftinni „Tungumálakennsla í takt við tímann“ og hefst kl. 16.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufréttir. Bókamerkja beinan tengil.