Þátttökuskólar og stofnanir

Okkar mál er þróunarverkefni sem upphaflega var skilgreint til fimm ára. Starfslok verkefnisins voru fyrirhuguð vorið 2017 en enginn samstarfsaðilanna er tilbúinn til þess að sleppa verkefninu sökum þess mikla ávinnings sem hlýst af verkefninu. Meginmarkmið verkefnisins að auka samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Menntavísindasvið HÍ, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts. Styrkir úr þróunarsjóði Skóla- og frístundaráðs hafa styrkt verkefnið og veitt samstarfinu brautargengi.