Myndir frá starfsdegi

fréttir, myndir | Slökkt á athugasemdum við Myndir frá starfsdegi

Sameiginlegur starfsdagur 9. okt

Foreldrasamstarf verður í brennidepli

SKRÁNING HÉR

 

Nauðsynlegt er að skrá sig til þess að hægt sé að áætla réttan fjölda í mat og umræðuhópa.

auglýsing, fréttir, fræðsla, starfsdagur | Slökkt á athugasemdum við Sameiginlegur starfsdagur 9. okt

Fellaskóli í sókn

læsi2_2015

Á hverju vori þreyta nemendur í grunnskólum Reykjavíkur sama prófið og liggja niðurstöður fyrir að hausti sama ár. Nái nemendur 65% árangri á prófinu eða hærri geta þeir, samkvæmt skilgreiningu, lesið sér til gagns. Í Fellaskóla náðu 67% nemenda þessum árangri, sem er betri árangur en mælst hefur. Ef horft er á meðaltal skóla í Reykjavík má einnig sjá að árangur Fellaskóla er yfir meðaltali. Hér má lesa skýrsluna í heild sinni: Niðurstöður Læsi2

Samantekt_2015

Eins og sjá má er Fellaskóli í mikilli sókn. Verkefnin Okkar mál og 123Fellaskóli sem hófust haustið 2013 hafa haft mikla þýðingu fyrir skólastarfið.

fréttir, skýrslur | Slökkt á athugasemdum við Fellaskóli í sókn

Frístundarleiðbeinendur í fræðslu hjá leikskólunum

Þann 18. ágúst mættu frístundarleiðbeinendur í leikskóla hverfisins til þess að kynna sér hvernig leikskólarnir notuðu spil og leiki í skemmtilegum og uppbyggilegum skólaleikjum.

fræðsla, myndir, tengsl skólastiga | Slökkt á athugasemdum við Frístundarleiðbeinendur í fræðslu hjá leikskólunum

Ársskýrsla 2014-2015

Þriðja starfsári Okkar máls er nú lokið og áfangaskýrslu má finna hér:
arsskýrsla_juni2015

áætlanir, fréttir, skýrslur | Slökkt á athugasemdum við Ársskýrsla 2014-2015

Skýrsla um viðhorf starfsfólks í þróunar- og rannsóknarverkefninu Okkar mál

Skyrsla_15052015BH

Skýrslu rannsóknarhóps Menntavísindasviðs hefur formlega verið skilað ásamt því að niðurstöður voru kynntar fyrir stýrihópi Okkar máls.

fréttir, , rannsóknir, skýrslur | Slökkt á athugasemdum við Skýrsla um viðhorf starfsfólks í þróunar- og rannsóknarverkefninu Okkar mál

Samstarfsáætlun 2015-2016

Samstarfsáætlun fyrir næsta skólaár er nú tilbúin.

Samstarfsaetlun2015

Hér er hægt að skoða tímaramman í sér skjali.

áætlanir, fréttir | Slökkt á athugasemdum við Samstarfsáætlun 2015-2016

Vorskólinn 27. – 29. maí

Útskriftarnemendur leikskólanna heimsóttu Fellaskóla dagana 27.-29. maí. Eldri nemendur tóku vel á móti tilvonandi grunnskólanemendum. 1. bekkingar buðu upp á skemmtun í sal og útivera var í fylgd 2. bekkinga fyrsta daginn. Nemendur úr 5. bekk, tilvonandi vinabekkjum 2009 árgangs voru í lykilhlutverki og sáu um  sögustundir og útiveru.

Foreldrar mættu á kynningu síðasta daginn á starfsemi skólans. Þar var frumsýnt myndband með útskýringum á dæmigerðum skóladegi í Fellaskóla.

Dagskrá vorskólans

fréttir, Vorskólinn | Slökkt á athugasemdum við Vorskólinn 27. – 29. maí

Söngbók Fellahverfis

fosida_fyrirvef
söngbók Fellahverfis

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Söngbók Fellahverfis

Leikskólabörn heimsækja frístund

Leikskólabörn frá Holti heimsóttu Vinafell sem nýtt er af samþættu skóla- og frístundastarfi 1. og 2. bekkjar Fellaskóla.

Í Vinafelli eru nemendur 10. bekkjar búnir að setja upp verslunina Fellakaup. Þar er hægt að gera góð kaup enda mikið vöruúrval. Nemendur 10. bekkjar bjuggu til öryggismyndavélar, peninga, umhverfisvæna innkaupapoka og margt fleira. Og eins og sjá má skemmtu leikskólabörnin sér vel í hlutverkaleik í Fellakaupum.

fréttir, myndir | Slökkt á athugasemdum við Leikskólabörn heimsækja frístund

Okkar mál hlýtur Þróunarstyrk Skóla-og frístundaráðs

Fimmtudaginn 22. janúar var tilkynnt um úthlutanir þróunarstyrkja Skóla og frístundaráðs. Í þetta skiptið var sérstaklega óskað  eftir umsóknum vegna samstarfsverkefna með áherslu á verk-, tækni- og listgreinar, móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna, frístundastarf fyrir alla og lestrarfærni og lesskilning.

Styrkurinn er mikilvægur stuðningur og mun nýtast vel til að fylgja eftir markmiðum verkefnisins.

Nánar má lesa um úthlutanir hér.

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Okkar mál hlýtur Þróunarstyrk Skóla-og frístundaráðs

Starfsdagur 5. janúar 2015

Starfsdagur Okkar máls var haldinn 5. janúar. Kennarar Fellahverfis bæði á grunn-og leikskólastigi mættu og hlýddu á erindi um fjölmenningu og skólastarf. Mikil ánægja var með dagskrána og mæting var eins og best verður á kosið.

Fyrir hádegi hlýddu starfsmenn leikskóla Fellahverfis á fyrirlestra um fjölmenningarhæfni frá Guðrúnu Pétursdóttur og fyrirlestur um fordóma frá Emblu og Guðrúnu.

Eftir hádegi bættust kennarar Fellaskóla við og hlýddu ávarp frá Ragnari Þorsteinssyni. Þar lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við verkefnið og hversu mikilvægt væri að halda áfram þegar árangur af samstarfinu væri farinn að koma í ljós.  Dr. Gunnar E. Finnbogason fjallaði um menningu og félagsauð og síðan tóku við smiðjur í smærri hópum. Mikil ánægja var með erindin.

fréttir, myndir | | Helga Ágústsdóttir --> Merkt , , | Slökkt á athugasemdum við Starfsdagur 5. janúar 2015

Dagur íslenskrar tungu

Á Degi íslenskrar tungu heimsóttu leikskólabörn Fellaskóla og tóku virkan þátt í hátíðardagskrá skólans. Þau sungu tvö lög fyrir gesti og var vel fagnað.

Uncategorized | | Helga Ágústsdóttir --> Merkt , , | Slökkt á athugasemdum við Dagur íslenskrar tungu

Kynning á starfi með elstu börnum leikskólanna

Starfsmenn á yngsta stigi grunnskóla kynna sér bókatöskur.

Starfsmenn á yngsta stigi grunnskóla kynna sér bókatöskur.

Starfsmenn á yngsta stigi Fellaskóla fengu kynningu á starfi elstu barna í leikskólunum tveimur. Kynnt var vinna sem fram fer í leikskólunum með:

  • Tungumálatöskur
  • Ipad-vinna
  • Verkefnamöppur
  • Bókakassar

 

Uncategorized | | Helga Ágústsdóttir --> Merkt , , , , | Slökkt á athugasemdum við Kynning á starfi með elstu börnum leikskólanna

5. bekkingar lesa fyrir leikskólabörn

2014-10-30 10.57.03 2014-10-30 10.59.05 2014-10-30 11.01.15

Nemendur 5. bekkjar Fellaskóla tóku með sér bækur þegar þeir heimsóttu leikskóla hverfisins í lok október. Tilgangur heimsóknarinnar var að þeir læsu á sínu móðurmáli fyrir leikskólabörnin. Eftir lesturinn léku nemendur við leikskólabörn og aðstoðuðu þau í útiföt.

Samverustundin tókst vonum framar og ljóst er að fleiri slíkar munu fylgja í kjölfarið.

Uncategorized | | Helga Ágústsdóttir --> Merkt , , , , | Slökkt á athugasemdum við 5. bekkingar lesa fyrir leikskólabörn

Áfangaskýrsla – sumar 2014

Í áfangaskýrslu Okkar máls verkefnisins kemur fram að á öðru starfsári hefur verið unnið áfram í anda markmiða verkefnisins sem sett voru við mótun þess vorið 2012.

juli2014

Áframhaldandi þróun samstarfs, vinna og fræðsla er tengist fjölmenningarlegu skólastarfi, áætlunargerð um mál og læsi, spjaldtölvuverkefnum og kynningarstarfi hafa einkennt starfið á tímabilinu.

 

fréttir | Slökkt á athugasemdum við Áfangaskýrsla – sumar 2014

Samstarfsáætlun 2014-2015

Með samstarfsáætluninni fyrir skólaárið 2014-2015 fylgja ýmis konar gögn sem eru tímarammi fyrir samstarf leik- og grunnskóla skólaárið 2014-2015, eyðublöð fyrir skráningar og mat tengd samstarfi skólanna, form fyrir upplýsingar frá leikskóla til grunnskóla, upplýsingar um heimsóknir leikskólabarna í bæði smiðjur og frístundastarf Fellaskóla, lýsing á ferli útskriftar, umfjöllun um skipulag og kynningar í vorskóla og söngbók Fellahverfis.

 

fréttir | Slökkt á athugasemdum við Samstarfsáætlun 2014-2015

Söngbók Fellahverfis

Á fyrsta starfsári Okkar máls verkefnisins kom fram sú hugmynd að útbúa sameiginlega söngbók skólanna þriggja. Frá hverjum starfsstað kom tillaga að lögum í söngbókina sem lögðu grunn að söngbók Fellahverfis. Endurskoðaða útgáfa söngbókarinnar er hægt að nálgast hér á vef verkefnisins.

Í heimsókn fyrstubekkinga í gamla leikskólann sinn í september er söngbókin, sem börnin skildu eftir á leikskólanum, sótt og tækifærið notað til að syngja saman.

 

fréttir | Slökkt á athugasemdum við Söngbók Fellahverfis

Vorskóli

Verðandi nemendum Fellaskóla var boðið til vorskóla dagana 26.-28. maí 2014. Í vorskólanum kynntust nemendur skólastarfinu enn betur, kennurum gafst tækifæri á að hitta væntanlega nemendur og haldin var kynningarfundur fyrir foreldra. Var það mat leik- og grunnskólans að vorskólinn hefði tekist vel og sannað gildi sitt.

vorskoli

fréttir | Slökkt á athugasemdum við Vorskóli

Starfsemin á vormisseri

Á síðustu vikum og mánuðum hefur verið unnið eftir starfsáætlun Okkar máls verkefnisins. Heimsóknir, spjaldtölvu-, menningar- og málörvunarverkefni, gerð heimalánspoka, stefnumótun, endurskoðun og aukin samfella, margvíslegt samráð, rannsóknarþáttur og  kynning verkefnis eru allt hluti af því starfi sem fram hefur farið.

OM_april2014

fréttir | Slökkt á athugasemdum við Starfsemin á vormisseri