Besta hlustunaræfingin

Besta hlustunaræfingin?

Best er að kennarinn tali markmálið við nemendur frá upphafi um það sem er á döfinni í kennslustofunni.

Það geta verið spurningar og fyrirmæli.  Eðlilegt er að byrjendur sýni skilning með því að bregðast við með látbragði eða athöfnum eða svari á íslensku spurningum sem lagðar eru fram.

Kennarinn getur sagt sögu með stuðningi mynda eða þögulla kvikmynda og tengist orðaforða sem unnið er með.

Hlustunarverkefni þurfa ekki að vera svo flókin í framkvæmd.

 • Að hlusta á upplestur og meta hvort það var auðvelt, hæfilegt eða erfitt (trafiklys metoden).
 • Að hlusta á samfelldan texta lesinn upp t.d. af kennaranum. Nemendur fylgjast með textanum á prenti og merkja við orð sem þeir heyra og greina.
 • Að hlusta og merkja við þau orð og orðasambönd sem nemendur eru vissir um hvað þýða.
 • Nemendur hafa texta fyrir framan sig.
  • Kennarinn les upp einstök orð og nemandinn merkir við þau sem hann heyrir og finnur í textanum. Tilgangurinn er að tengja saman talmál og ritmál.
  • Nemandinn skrifar niður stök orð, orðasambönd eða setningar.
 • Hlusta og reikna. Hvað eru tveir og fimm?
 • Bingó – orða-bingó – mynda-bingó – talna-bingó
 • Hlusta á sögu og setja myndir í rétta röð á meðan hlustað er, þannig að þær passi við textann.

 

 • Hlusta á lag með góðum texta:
  • Klippa textann í ræmur með eina lína á hverri ræmu.
  • Nemendur hlusta fyrst á textann og raða svo ræmunum saman eins og þeir muna hann.
  • Hlusta aftur og lagfæra textann og enda á því að syngja hann. Góð paravinna.
 • Nemendur geta líka dregið sér eina ræmu. Þeir hlusta á textann og þegar þeirra lína heyrist standa þeir upp og mynda textann með því að raða sér upp. Og syngja svo.

 

 • Hlusta og gera = Total Physical Response; hlusta og teikna það sem maður heyrir; hlusta og velja/skrifa orð/texta sem passa við myndirnar. Hægt er að velja úr orðasúpu á töflu eða blaði.
 • Hlusta og benda á hluti/fólk/athafnir á mynd eða í kennslustofunni.
 • Svara spurningum. Samtalekort, Family Dinner Conversation Cards